26.júlí 2025
Tryggvagata 20, Reykjavík, Ísland

Siggi Chef x Brixton x Götubitinn „pop up“

📅 Laugardagurinn 26. júlí frá kl. 17:00

Siggi Chef hefur slegið í gegn á Götubitahátíðinni síðustu tvö ár. Í fyrra sigraði hann keppnina „Besti Götubiti Íslands 2024“ og í ár hreppti hann annað sætið – og má vel við una, enda hátíðin aldrei verið stærri.

Ráðir mynduðust strax frá opnun og hann var „sold out“ alla daga hátíðarinnar. Nú kemur tækifærið – í eitt kvöld!

Siggi Chef ætlar að bjóða upp á verðlaunaréttina sína af Götubitahátíðinni – bæði 2024 og 2025 á Brixton – Tryggvagötu 20.

Matseðill kvöldsins:

🤌🏻 Brisket með jalapeño hot honey, trufflukrumblur, aioli og brauði
🤌🏻 Pulled pork með brisket sultu, kimchi mayo og stökkum beikoni
🍟 Dirty fries og smá vesen!

📍 Aðeins laugardaginn 27. júlí

🎫 Takmarkað framboð – tryggðu þér borð! – bóka borð hér

Besti Götubitinn "pop up"

Slæders

Brixton

BBQ og Reykur

Siggi chef

Staðsetning

Götubiti ehf. - Kt. 4705193710 - Allur réttur áskilinn - Skilmálar - Persónuvernd