Sindratorfæran verður haldin næsta laugardag á Hellu. 30 keppendur eru skráðir til leiks og leita þarf aftur til ársins 2006 til þess að finna sambærilegan fjölda keppenda. Flugbjörgunarsveitin á Hellu og akstursíþróttanefnd Heklu standa að keppninni sem hefur verið haldin nær óslitið frá árinu 1973
Keppnissvæðið er í Tröllkonugili austan Hellu og áhorfendur geta tyllt sér í brekkurnar nærri keppnissvæðinu og fylgst með.Þaulreyndir keppendur og nokkrir nýliðar munu taka þátt í keppninni að þessu sinni. Má þar nefna Íslandsmeistarann Skúla Kristjánsson og fyrrverandi Íslandsmeistarann Jón Örn Ingileifsson.
Götubitinn verður á svæðinu með nokkra af vinsælustu matarvögnum landsins.
Nánari upplýsingar með dagskrá og aðgangseyri – smelltu hér