Sumarið 2019 stóð Götubitinn fyrir fyrstu alþjóðlegu Götubitahátíðinni í samstarfi við Reykjavíkurborg og evrópsku götubitaverðlaunin “European Street Food Awards”. Götubitahátíðin er haldin í júlí á hverju ári.
🤌🏻 Takk fyrir okkur! ✨ Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í hátíðinni, söluaðilum, matarvögnum, dómnefnd, starfsfólki, samstarfsaðilum og öllum þeim 80.000 gestum sem komu á Götubitahátíðina 2024 - European Street Food Awards, í Hljómskálagarðinum. ☀️ Sjáumst á næsta ári, 18-20 júlí 2025 í Hljómskálagarðinum.
🤌🏻 Hér eru úrslit frá keppninni Besti Götubiti Íslands 2024. Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í loka keppni European Street Food Awards sem haldin verður í Þýsklandi í lok sept.
Besti Götubitinn 2024 1. Siggi Chef 2. The Food Truck 3. Mijita