Kjúllagarðurinn verður á sínum stað á bæjarhátíðinni Í túninu heima. Garðurinn opnar á Hlégarðstúninu klukkan 12.00 föstudaginn 30. ágúst og verður opinn fram að brekkusöng og ullarpartýi í Álafosskvos.
Kjúllabarinn, handboltaborgarar frá UMFA, matarvagnar frá Götubitanum, veltibíllinn og leiktæki frá Köstulum á sínum stað.
Tekur Steindi Rúntarann? Syngur Svanþór Einarsson fasteignasali Nínu enn á ný? Það getur ýmislegt gerst í garðinum og því vissara að mæta!
Sjá nánari upplýsingar í viðburð!