Sumarið 2019 stóð Götubitinn fyrir fyrstu alþjóðlegu Götubitahátíðinni í samstarfi við Reykjavíkurborg og evrópsku götubitaverðlaunin “European Street Food Awards”. Götubitahátíðin er haldin í júlí á hverju ári.
✨Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ á European Street Food Awards, eða „Best street food event organiser in Europe“
Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt og því er mikill heiður fyrir Götubitann og Götubitahátíðina að fá þessa tilnefningu þar sem það eru tugi hátíða haldnar víðsvegar um Evrópu á ári hverju.
✅ Kosning er opin öllum og er hún nú í fullum gangi og viljum við því hvetja alla að kjósa „Götubitann - Reykjavík Street Food“ Sjá hlekk i bio.
🏆 Úrslit verða tilkynnt svo á 6-8 október á European Street Food Awards hátíðinni sem haldin er í Saarbrucken í Þýsklandi en eins og áður hefur komið fram þá mun Komo keppa fyrir Íslands hönd um „Besti Götubitinn í Evrópu“
🎇 Götubitinn í samstarfi við Bylgjuna og Reykjavíkurborg ætla að setja upp svakalega matar og tónlistarveislu í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst.
Á svæðinu verða 18 söluaðilar, bestu matarvagnar landsins hoppukastalar, bjórbíllinn, kokteil kofinn, bubblan og vinsælustu hljómsveitir landsins.
Matarvagnar og sölubásar á svæðinu frá 12.00 – 23.00 (mögulega fyrr): 🍔 2Guys 🍪 Churros Wagon 🍩 Dons Donuts 🐟 Fish & Chips vagninn 🍪 Garibe Churros 🌯 Kebabco 🌮 KOMO 🌮 La Buena Vida 🇮🇹 Little Italy 🇨🇴 Mijita 🍕Pizza Truck 🧇 Vöffluvagninn 🍗 Wingman 🥘 La Barceloneta 🐓Gastro Truck 🥟 Ramen Momo 🌯 Vefjan 🌮 Tacoson 🍺 Bjórbílinn 🍬 Kastalar.is 🍹 Kokteilkofinn 🍻 Víkingkofinn ☕️ Kaffibaunin
Tónleikar Bylgjunnar frá kl 19.00 -fram koma! 🎵 Stuðlabandið ásamt Diljá 🎵 Ragga Gísla 🎵 Patrik 🎵 Birgitta Haukdal 🎵 Emmsjé Gauti 🎵 GDRN 🎵 Björn Jörundur 🎵 Bjartmar og Bergrisarnir ☀️ Sjáumst í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt
🏳️⚧️ Götubitinn fagnar fjölbreytileikanum og verður á hátíðarhöldum Hinsegin daga í Hljómskálagarðinum í tilefni af gleðigöngunni, laugardaginn 10. ágúst frá 12.00 - 17.00
Þeir vagnar sem verða á svæðinu eru: 🏳️🌈 Fish & Chips Vagninn 🏳️🌈 Gastro 🏳️🌈 Pizza Truck 🏳️🌈 La Buena Vida 🏳️🌈 Mijita 🏳️🌈 Komo 🏳️🌈 Wingman 🏳️🌈 Little Italy 🏳️🌈 Vafflan 🏳️🌈 Churros 🏳️🌈 Dons Donuts 🏳️🌈 Karnival 🏳️🌈 Candy floss 🏳️🌈 2Guys 🏳️🌈 Tacoson
🤌🏻 Takk fyrir okkur! ✨ Við viljum þakka öllum þeim sem tóku þátt í hátíðinni, söluaðilum, matarvögnum, dómnefnd, starfsfólki, samstarfsaðilum og öllum þeim 80.000 gestum sem komu á Götubitahátíðina 2024 - European Street Food Awards, í Hljómskálagarðinum. ☀️ Sjáumst á næsta ári, 18-20 júlí 2025 í Hljómskálagarðinum.
🤌🏻 Hér eru úrslit frá keppninni Besti Götubiti Íslands 2024. Sigurvegarinn mun keppa fyrir Íslands hönd í loka keppni European Street Food Awards sem haldin verður í Þýsklandi í lok sept.
Besti Götubitinn 2024 1. Siggi Chef 2. The Food Truck 3. Mijita