Kóluimbískur götubiti

Mijita

Kóluimbískur götubiti

Mijita er fyrsta Kólumbíska matvælaframleiðslan á Íslandi sem framleiðir og selur handgerðan mat eftir fjölskylduhefðum frumbyggja í Kólumbíu. Allar okkar vörur eru glútenfríar, umhverfisvænar og framleiddar á Íslandi til að lágmarka kolefnissporið og sýna sterka samfélagslega ábyrgð.
Mottóið okkar er “Borða vel – Lifa betur” – því við erum sannfærð um að góður matur gerir lífið skemmtilegra og fullkomnara. Við viljum gefa viðskiptavinum sem heimsækja matarbílinn okkar bragðlaukaferðalag til Kólumbíu og upplifun á alvöru Suður Amerískri stemningu.

Verð upplýsingar:

Mijita rukkar lágmarksgjald fyrir að mæta á einkaviðburð og þarf aðgang að rafmagni.

Lágmarksgjald: 285.000kr

*í verðinu er innifalin máltíð fyrir 72 manns, akstur til og frá viðburð og þjónustugjald.
*Ef fjöldi fer yfir 72 manns þá er rukkað 3.700kr pr. skammt eftir það

Rafmagnsþörf: 32 amp (3 fasa)

Matseðill: Arepas (kólumbískar glútenfríar maisflatbökur) með 14 klkst hægelduðu svínakjöti eða suðrænu grilluðu grænmetisrétt (vegan). Empanadas (mais hálfmánar fylltir með bragðmiklu latinohakki eða grænmeti/ost).

Bóka matarvagn

"*" indicates required fields

DD slash MM slash YYYY
Götubiti ehf. - Kt. 4705193710 - Allur réttur áskilinn - Skilmálar - Persónuvernd