Hafa samband

"*" indicates required fields

Algengar spurningar

Á vefsíðunni okkar er hægt að sjá alla þá matarvagna og söluaðila sem eru í boði.
Til að bóka söluaðila á einkaviðburð þá þarf að greiða lágmarksgjald sem er tilgreint hjá viðeigandi söluaðila ásamt þeim fjölda sem er þá innifalin í því verði. Ef fjöldin er fleirri en tilgreindur er á síðunni þá er rukkað pr. haus eftir það.

Við bjóðum ekki uppá möguleikan á að leigja matarvagn. Ástæðan er kannski einfaldlega sú að matarvan þarf að vera sniðin að hverjum og einum miðað við þá matseld sem fyrirhuguð er í vagninum.  Einnig þá þurfa allir þeir sem hafa í hyggju að vera með matarvagn að sækja um starfsleyfi hjá viðeigandi sveitarfélagi og þarf vagninn því alltaf að uppfylla þau skilyrði í samræmi við þann rekstur sem fyrirætlaður er

Þetta er örugglega algengasta spurningin sem við fáum.
1. Ákveða hvaða mat þú ætlar að bjóða uppá
2. Kaupa matarvagn sem hentar fyrir þína matseld
3.Kaupa viðeigandi tæki og tól sem henta fyrir þitt konsept
4.Passa uppá að það séu nægir vaskar og heitt og kalt vatn í vagninum (sér handlaug og sér áhaldavaskur)
5.Vera með aðstöðu í vottuðu undirbúnings eldhúsi. Það má alls ekki elda mat heima hjá sér eða elda frá grunni í matarvagni (undan tekning er hamborgarar)
6. Útbúa "Handbók" með öllum ferlum fyrir matarvagninn. Þar með talið, hvernig matur er meðhöndlaður, þrif á tækjum og tólum, Aðföng og sorphirða, starfsmanna mál og annað tilfallandi sem á við.
7. Þegar allt hér að ofan er klárt þá er hægt að sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti hjá viðeigandi sveitarfélagi
Sjá nánari uppýsingar:
https://www.veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/08/faeranleg-matvaelastarfsemi.pdf

Götubitinn rukkar ekki inná sína viðburði og er hann opinn öllum og allir velkomnir en hinsvegar þá þurfa gestir að greiða fyrir mat og önnur drykkjjarföng sem eru í boði nema annað sé tekið fram.
Götubiti ehf. - Kt. 4705193710 - Allur réttur áskilinn - Skilmálar - Persónuvernd