Þetta er örugglega algengasta spurningin sem við fáum.
1. Ákveða hvaða mat þú ætlar að bjóða uppá
2. Kaupa matarvagn sem hentar fyrir þína matseld
3.Kaupa viðeigandi tæki og tól sem henta fyrir þitt konsept
4.Passa uppá að það séu nægir vaskar og heitt og kalt vatn í vagninum (sér handlaug og sér áhaldavaskur)
5.Vera með aðstöðu í vottuðu undirbúnings eldhúsi. Það má alls ekki elda mat heima hjá sér eða elda frá grunni í matarvagni (undan tekning er hamborgarar)
6. Útbúa "Handbók" með öllum ferlum fyrir matarvagninn. Þar með talið, hvernig matur er meðhöndlaður, þrif á tækjum og tólum, Aðföng og sorphirða, starfsmanna mál og annað tilfallandi sem á við.
7. Þegar allt hér að ofan er klárt þá er hægt að sækja um starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti hjá viðeigandi sveitarfélagi
Sjá nánari uppýsingar:
https://www.veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2021/08/faeranleg-matvaelastarfsemi.pdf