Tónlistar- og matarhátíðin Lóa-The Reykjavík Food & Music festival verður haldin í fyrsta sinn á lengsta degi árins, þann 21. júní næstkomandi! Hátíðin fer fram í Laugardalnum og er um sannkallaða stórhátíð að ræða þar sem tónlist, matur og götumenning sameinast og stórstjörnur stíga á svið.
Á hátíðinni koma fram stórnöfn á borð við:
Einnig kemur fram fjöldi íslensks tónlistarfólks, svo sem: Gugusar, Saint Pete, Inspector Spacetime, Hildur og B-Ruff.
Hátíð fyrir öll skylningarvitin
Í hjarta Laugardalsins verður sett upp stórt bar- og skatesvæði ásamt risa matarsvæði með matarvögnum sem munu bjóða upp kræsingar úr öllum áttum í samstarfi við Götubitann. Hátíðin stendur frá kl. 13:00 til 23:00 og er opin öllum 18 ára og eldri nema í fylgd með fullorðnum.
Nánari upplýsingar birtar á næstu dögum.