11.júní 2024
Hljómahöll, Hjallavegur, Njarðvík, Ísland

Afmælistónleikar Hljómahallar

Þann 11. júní eru 30 ár frá því að Reykjanesbær varð til við sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Blásið verður til veislu í sveitarfélaginu af því tilefni sem hefst á afmælisdaginn sjálfan þriðjudaginn 11. júní. Af því tilefni verða haldnir afmælistónleikar á þaki Hljómahallar. Þar mun hljómsveitin Albatross koma fram ásamt Röggu Gísla, Friðriki Dór, Jóhönnu Guðrúnu og Sverri Bergmann. Tónleikarnir hefjast kl. 19:00. Á svæðinu verða matarvagnar. Líf og fjör fyrir alla fjölskylduna – vertu með í veislunni!

Við hvetjum gesti eindregið til að nota almenningssamgöngur, ganga eða hjóla á viðburðinn. Til upplýsinga verður bílaplan Hljómahallar lokað að þessu tilefni en hægt er að finna bílastæði t.d. við Hólagötu, Hjallaveg, bílaplaninu við Krossmóa, við Njarðvíkurkirkju og við íþróttahúsið í Njarðvík

Verði ykkur að góðu!

2Guys

Little Italy

Dons Donuts

Staðsetning

Götubiti ehf. - Kt. 4705193710 - Allur réttur áskilinn - Skilmálar - Persónuvernd