Götubitinn verður með skemmtilegt úrval af matarvögnum í tilefni af Kvennár-inu.
Dans og drifkraftur. Öskursöngur og ógleymanleg augnablik. Allur tilfinningaskalinn í kvöldsólinni. Nú er kominn tími til að vakna. Nú er kominn tími til að vaka.
Kvennaár býður konum og kvárum til Kvennavöku í Hljómskálagarði að kvöldi kvenréttindadagsins 19. júní 2025. Kvennavaka er í senn stórtónleikar, samkomustaður og frí frá amstri dagsins. Búbblur með vinkonunum og kröftugur dans með vinkvárunum.
Fram koma:
Við ljúkum dagskránni með sannkölluðum breddusöng undir stjórn Guðrúnar Árnýjar.
Kynnar eru Sandra Barilli og Sindri „Sparkle“.
Matarvagnar verða á staðnum.